Ólafía vann sig upp um 30 sæti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Skotlandi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Skotlandi. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var á meðal efstu kylfinga á öðrum degi á Opna skoska meistaramótinu í North Ayrshire í dag. Hún lék á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Til samanburðar lék efsta kona mótsins, Cristie Kerr á 73 höggum og Karie Webb sem er í öðru sæti lék á 75 höggum í dag. 

Ólafía fór hins vegar ekki vel af stað og fékk skolla á fyrstu tveimur holunum í dag. Hún bætti úr því með að fá tvo fugla og einn örn á næstu sjö holunum og lyfti hún sér verulega upp töfluna og fór hún upp um 30 sæti í dag. 

Á síðari níu holunum fékk hún tvo fugla og tvo skolla og er hún samanlagt á einu höggi undir pari á mótinu, fjórum höggum á eftir efstu konu. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Ólafía í Skotlandi - 2. hringur opna loka
kl. 18:09 Textalýsing 18. PAR - Ólafía klárar hringinn með að fá par á síðustu holunni. Hún leikur því á 72 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hún var á meðal allra bestu kylfinga í dag, en flestir léku á fleirum en 70 höggum. Staðan: PAR, 6. sæti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert