Axel mætir Daly og fleirum

Axel Bóasson.
Axel Bóasson.

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson hlaut á dögunum keppnisrétt á Made in Denmark mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram dagana 24.-27. ágúst á Himmerland-golfvellinum í Danmörku.

Axel nældi sér í þátttökurétt með góðum árangri í Nordic Golf-mótaröðinni, en nokkrir af efstu kylfingum stigalistans komust inn á mótið.

Thomas Pieters hefur tititl að verja á mótinu. Margir stórkylfingar eru skráðir til leiks, en sem dæmi má nefna John Daly, Thorbjörn Olesen, Martin Kaymer og Victor Dubuisson.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék einnig á Evrópumótaröðinni fyrr á árinu, en hann lék á Nordea Masters og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Forystusauður stigalista Eimskipsmótaraðarinnar, Vikar Jónasson, verður kylfusveinn Axels á mótinu, en Axel og Vikar eru báðir úr Golfklúbbnum Keili. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert