Nýir stigameistarar krýndir á sunnudag

Ragnhildur Kristinsdóttir.
Ragnhildur Kristinsdóttir. mbl.is/Golli

Bestu kylfingar landsins keppa um GR-bikarinn um helgina á Securitas-mótinu sem er hluti af Eimskipsmótaröðinni í golfi. Mótið hefst í dag, en þetta er í annað skipti sem keppt er um bikarinn á Grafarholtsvelli, og lýkur því á sunnudag, en enginn niðurskurður er á mótinu.

Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu 2016-2017 komast inn á mótið, en það er jafnframt síðasta mót tímabilsins. Vikar Jónasson (GK) er efstur í karlaflokki fyrir síðasta mótið, með 4.000 stig og 400 stiga forskot á Egil Ragnar Gunnarsson (GKG). Ragnhildur Kristinsdóttir varð stigameistari á síðasta ári og er jafnframt í forystu í ár. Hún verður þó ekki með um helgina þar sem hún flutti út til Bandaríkjanna í vikunni þar sem hún mun spila golf samhliða háskólanámi.

Axel Bóasson varð stigameistari í fyrra í karlaflokki en hann verður ekki með um helgina og því ljóst að krýndir verða nýir stigameistarar á sunnudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert