Bandaríkin í forystu eftir fyrsta dag

Angel Yin fagnar góðu gengi bandaríska liðsins í gær.
Angel Yin fagnar góðu gengi bandaríska liðsins í gær. AFP

Lið Bandaríkjanna er í forystu eftir fyrsta dag Solheim-bikarsins. Heimakonurnar eru með fimm og hálft stig gegn tveimur og hálfu stigi Evrópuliðsins. Evrópukonur byrjuðu daginn bel og náðu forystu í fjórmenningnum, en fyrirkomulagið er holukeppni og því getur allt gerst. Bandaríkjakonur báru sigur úr býtum í þeim leik.

Bandaríska liðið vann allar fjórboltakeppnirnar, en í dag veðrur keppt í fjórmennings-og fjórboltaviðureignum. Á morgun verða spilaðar 12 einstaklingsviðureignir, en evrópska liðið þarf að leika vel í dag til að eiga möguleika á sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert