Rory mun berjast um Fed-Ex bikarinn

Rory ætlar að vera með það sem eftir er af …
Rory ætlar að vera með það sem eftir er af tímabilinu. AFP

Rory McIlroy situr í fjórða sæti heimslistans í golfi. Hann gaf út eftir PGA-meistaramótið, að hann glímdi við meiðsli og væri óvíst hvort hann yrði með í þeim mótum sem eftir eru á tímabilinu. Nú hefur hann hins vegar sagt að hann stefni á að verja titilinn þegar kylfingarnir leika um Fed-Ex bikarinn. Fed-Ex listinn er í gangi allt tímabilið og er stigalisti PGA-mótaraðarinnar.

Smám saman fækkar kylfingum sem fá þátttökurétt í næstu mótum, en aðeins 30 efstu kylfingarnir munu leika á síðasta móti ársins, Tour Championship.

Óljóst er hvort McIlroy sé búinn að ná sér til fulls, en hann glímdi við meiðsli á rifbeinum sem virtust ekki gróin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert