Bandaríska liðið skellti því evrópska

Bandaríska liðið fagnar í gær.
Bandaríska liðið fagnar í gær. AFP

Bandaríska liðið vann stóran sigur á evrópska liðinu í Solheim-bikarnum í ár. Mótið fór fram á Des Moines-vellinum í Iowa og lauk í gær. Bæði liðin þurftu að fá nýja leikmenn inn í liðið þar sem meiðsli voru í herbúðum beggja liða. Það virtist þó hafa lítil áhrif, allavega fyrir bandaríska liðið, sem vann yfirburðasigur á heimavelli.

Bandaríska liðinu tókst að verja titilinn frá árinu 2015, en það vann evrópska liðið með 16,5 stigi gegn 11,5. Heimakonur voru með fimm stiga forystu fyrir tvímenningsleikina í gær og því litlar líkur á sigri evrópska liðsins.

Aftur á móti hefur evrópska liðið verið þekkt fyrir að detta í gír þar sem enginn fær kylfingana stoppað. Bandarísku kylfingarnir léku frábærlega allt mótið og unnu sannfærandi sigur í heildina, en Lexi Thompson setti meðal annars í rúmlega 100 metra langt högg í leik sínum gegn Anna Nordquist í gær.

Bæði lið unnu þó fimm tvímenningsleiki í gær og helminguðu tvo. Solheim-bikarinn fer fram á Gleneagles-vellinnum í Skotlandi eftir tvö ár, en þá gætu þær evrópsku staðið betur að vígi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert