Leikar æsast hjá Birgi Leifi í Asíu

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/GSÍ

Lokahnykkurinn er nú framundan hjá Birgi Leifi Hafþórssyni, kylfingi úr GKG, á Áskorendamótaröð Evrópu.

Fimm mót eru eftir á keppnistímabilinu en að tímabilinu loknu fá fimmtán efstu á peningalistanum, keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Þar er um að ræða sterkustu mótaröð Evrópu þar sem ýmsa kylfinga úr Ryder-liðum Evrópu er að finna.

Fimm mót eru eftir á næstu vikum. Næsta mót verður á Spáni en að því loknu færir mótaröðin sig í heitara loftslag og verður Birgir þá kominn býsna langt frá heimahögum. Tvö mót verða í Kína, eitt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og lokamótið fer fram í Oman.

Birgir er sem stendur í 23. sæti á peningalistanum. Fékk hann um 2.500 evrur í Kasakstan á sunnudaginn og hefur aflað 52.585 evra á tímabilinu. Rúmar tíu þúsund evrur vantar upp á til að komast í hóp fimmtán efstu eins og sakir standa.

Sjá meira um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert