Axel hækkað sig um 1.436 sæti á árinu

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Axel Bóasson varð á dögunum fyrsti íslenski kylfingurinn sem ber sigur úr býtum á atvinnumótaröð í golfi þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Nordic League 2017-mótaröðinni. Hann hefur farið mikinn á árinu og sést það glögglega á heimslistanum.

Axel var í sæti 1.866 í lok ársins 2016 en er nú í 430. sæti listans. Hann hefur því farið upp um heil 1.436 sæti á heimslistanum í ár og er efstur íslenskra kylfinga í karlaflokki.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur hækkað sig um 550 sæti á árinu, var í 992. sæti en er nú í 442. sæti eftir að hafa einnig staðið sig vel í ár.

Þriðji Íslendingurinn sem er á meðal efstu þúsund er Haraldur Franklín Magnús sem er í sæti 805, en aðrir kylfingar sem ná á listann eru Þórður Gissurarson, Pétur Pétursson, Bjarki Pétursson, Guðmundur Kristjánsson, Andri Björnsson og Ólafur Loftsson. Þeir eru allir í sætum á milli eitt og tvö þúsund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert