Birgir Leifur í erfiðri stöðu í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lék seinni níu holurnar á fimm höggum yfir pari og er í erfiðri stöðu eftir fyrsta hring á Foshan-mótinu í Kína sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið er mikilvægt fyrir Birgi í baráttunni um að komast í hóp 15 stigahæstu kylfinga mótaraðarinnar, sem myndi færa honum keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Hann er í 26. sæti fyrir mótið sem er það þriðja síðasta í mótaröðinni.

Birgir lék fyrri níu holurnar í dag allar á pari en fékk svo fimm skolla á þeim seinni níu eins og áður segir og er samtals á +5 höggum. Sem stendur er hann í 105. sæti en ekki hafa allir lokið keppni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert