Ólafía er í 56. sæti í Taívan

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR átti nokkuð litríkan fyrsta hring á Taívan-meistaramótinu í golfi en hún er í 56.-66. sæti af 80 keppendum.

Ólafía fékk fugla á 1. og 18. braut en einnig fjóra skolla og svo einn tvöfaldan skolla á 5. braut. Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu er ein í efsta sætinu eftir að hafa leikið á 6 höggum undir pari, en næstu kylfingar eru á 3 höggum undir pari.

Enginn niðurskurður er á mótinu heldur leika allir kylfingarnir fjóra hringi áður en úrslit ráðast. Sama fyrirkomulag var í Suður-Kóreu um síðustu helgi þar sem Ólafía endaði í 76. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert