Slæm byrjun gerir stöðu Ólafíu erfiða

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk fyrir stundu fyrsta hringnum á LA Open-golfmótinu í Los Angeles en það er liður í LPGA-mótaröðinni. Hún lék hringinn á fjórum höggum yfir pari og er í erfiðri stöðu fyrir annan hringinn á morgun.

Afar slæm byrjun varð Ólafíu að falli í dag. Hún fékk fjóra skolla og einn skramba á fyrstu sjö holunum og var því komin sex högg yfir parið.

Henni tókst að rétta sig af og á þeim ellefu holum sem eftir voru fékk hún tvo fugla og níu pör. Ólafía lauk þar með hringnum á fjórum höggum yfir pari, 75 höggum.

Hún er þessa stundina í 103. til 111. sæti af 144 keppendum. Fáir hafa enn lokið keppni í dag og nokkrar eru enn ekki farnar af stað á fyrsta hringnum.

Ólafía í LA - 1. dagur opna loka
kl. 20:27 Textalýsing 18 - PAR Og Ólafía lýkur keppni á enn einu parinu, þrjú högg á 18. og síðustu holunni. Hún fékk því níu pör og tvo fugla á síðustu ellefu holunum, sem allajafna hefði talist gott, en hún hafði því miður átt afar slæmu gengi að fagna á fyrstu sjö holunum. Flestir keppenda eiga eftir að ljúka hringnum í dag og sumir eru rétt að fara af stað. Staðan: +4 og 95.-102. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert