Birgir komst áfram í Þýskalandi

Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurð í dag á …
Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurð í dag á BMW Interntional mótinu. Ljósmynd/Seth

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst í dag í gegnum niðurskurðinn á BMW Interntional mótinu í golfi í Pulheim í Þýskalandi. Aðstæður hafa verið krefjandi fyrir kylfingana og komust menn í gegnum niðurskurðinn á fjórum yfir pari. Birgir er á þremur yfir pari en hann lék á 73 höggum í dag eða á höggi yfir pari.

Birgir fékk þrjá fugla, fjóra skolla og ellefu pör. Heimamaðurinn Martin Kaymer virðist ætla að blanda sér í baráttuna um sigur en hann er á fjórum undir pari, tveimur höggum frá efsta manni. Sergio Garcia er á pari samtals og Tommy Fleetwood á fjórum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert