Afleitur fyrsti hringur hjá Axel

Axel Bóasson náði sér ekki á strik í dag.
Axel Bóasson náði sér ekki á strik í dag. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson náði sér engan veginn á strik á fyrsta hring Le Vaudreuil Golf Challenge-mótinu sem fram fer í La Vaudreuil í Frakklandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Axel lék holurnar átján á 83 höggum eða tólf höggum yfir pari og er hann neðstur ásamt Rhys Davies frá Wales. Axel var á einu höggi undir pari eftir fjórar holur en eftir það fór að halla undan fæti. 

Hann fékk skolla á fimmtu holunni og fimmfaldan skolla á sjöttu holunni og þrefaldan skolla á níundu holunni. Fjórir skollar bættust svo við á síðari níu holunum og er hann því í slæmum málum og nánast útilokað að hann fari í gegnum niðurskurðinn eftir annan daginn á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert