Haraldur sýndi keppnishörku

Haraldur Franklín Magnús setur púttið í fyrir fugli á 18. …
Haraldur Franklín Magnús setur púttið í fyrir fugli á 18. holunni í gær. Ljósmynd/Páll Ketilsson

Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, var sjálfum sér og Íslendingum til sóma þegar hann keppti á sögufrægasta golfmóti heims, The Open Championship, fyrstur Íslendinga á Carnoustie á austurströnd Skotlands í gær. Haraldur lék á 72 höggum, eða höggi yfir pari vallarins. Sýndi hann mikla keppnishörku og fékk fimm fugla á seinni hluta hringsins eftir að hafa verið í nokkrum erfiðleikum á fyrri níu holunum.

Að loknum fyrsta degi á Haraldur ágæta möguleika á því að ná í gegnum niðurskurð keppenda eftir daginn í dag. Líklega bjuggust fáir við því fyrir fram enda er Haraldur lítt reyndur í atvinnumennskunni og keppir við snjöllustu kylfinga heims í mótinu. Fékk hann keppnisrétt með góðri frammistöðu í einu úrtökumótanna, eins og Morgunblaðið greindi frá fyrr í mánuðinum. Haraldur er í 50. til 70. sæti af 156 keppendum en efstur er Kevin Kisner frá Bandaríkjunum, sem lék á 66 höggum.

Sjáðu greinina um The Open Championship í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert