Erfið byrjun hjá Axel

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Golf.is

Axel Bóasson, Íslandsmeistari í golfi, var langt frá sínu besta er hann lék fyrsta hringinn á Galgorm Resort & Spa Northern Ireland-mótinu í Áskorendamótaröð Evrópu í dag. Axel er á meðal neðstu manna. 

Axel lék hringinn á 78 höggum, sjö höggum yfir pari. Íslandsmeistarinn fékk þrjá fugla, fjóra skolla og þrjá tvöfalda skolla og er í 149. sæti af 156 keppendum. 

Hann þarf því að spila miklum mun betur til að eiga einhvern möguleika á að fara í gegnum niðurskurðinn er annar hringurinn verður leikinn á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert