Guðrún Brá í góðum málum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmyn/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, hefur leikið vel á fyrstu tveimur hringjum sínum á Bossey Ladies Championship-mótinu. Mótið er á LET-Acess mótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu. 

Guðrún hefur leikið hringina tvo á 70 höggum, einu höggi undir pari, og er því á samanlagt tveimur höggum undir pari. Guðrún Brá fékk þrjá fugla, tvo skolla og 13 pör á hringnum í dag. Hún er í 11. sæti, sex höggum frá hinni finnsku Sanna Nuutinen og Elia Folch frá Spáni. 

Berglind Björnsdóttir er úr leik eftir tvo hringi. Hún lék á 75 og 78 höggum, samanlagt 11 höggum yfir pari og var nokkuð frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert