Fyrsti sigur Tiger í fimm ár

Tiger Woods fagnar með kylfusveini sínum Joe LaCava þegar sigurinn …
Tiger Woods fagnar með kylfusveini sínum Joe LaCava þegar sigurinn var í höfn. AFP

Kylfingurinn Tiger Woods varð hlutskarpastur á Tour Championship, lokamóti FedEx-úrslitakeppninnar í PGA-mótaröðinni í golfi á East Lake-vellinum í Atlanta í Bandaríkjunum í dag. 

Tiger spilaði hringina fjóra á samtals 269 höggum, eða ellefu höggum undir pari. Billy Horschel endaði í öðru sæti á níu höggum undir pari. Lokahringinn fór Tiger á 71 höggi, einu höggi yfir pari vallarsins. Hann átti frábæran fyrsta og þriðja dag á mótinu þar sem hann fór hringina á 65 höggum, eða fimm höggum undir pari.

Billy Horschel endaði í öðru sæti á níu höggum undir pari. Þetta er í fyrsta sinn síðan í ágúst 2013 sem Tiger sigrar á PGA-móti en Justin Rose er stigameistari árið 2018 og fær Rose tíu milljónir dollara í vasann fyrir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert