„Ég trúi þessu varla“

Tiger Woods fagnar sigri sínum.
Tiger Woods fagnar sigri sínum. AFP

Tiger Woods var að vonum hrærður eftir sigurinn á Tour Champ­i­ons­hip, loka­móti FedEx-úr­slita­keppn­inn­ar í PGA-mótaröðinni í golfi á East Lake-vell­in­um í Atlanta í Banda­ríkj­un­um í gærkvöld.

Þetta var fyrsti sigur Tigers á móti í 1.876 daga eða í rúm fimm ár og 80. mótið sem hann fagnar sigri á.

„Ég átti erfitt með að fara ekki að gráta þegar ég kom að síðustu holunni. Ég sagði við sjálfan mig; Þú getur slegið þessa utan brautar. En þegar ég kom boltanum á grínið þá gaf ég kylfusveini mínum „fimmu“ því þá vissi ég að þetta væri komið,“ sagði Tiger eftir mótið.

„Ég trúi því varla núna að mér hafi tekist að vinna þetta. Síðustu árin hafa ekki verið auðveld en ég hef náð að vinna mig til baka og ég hefði ekki getað gert það án allra í kringum mig,“ sagði Tiger Woods, sem hélt með félögum sínum í bandaríska Ryder-liðinu til Parísar eftir mótið en fram undan er Ryder-bikarinn þar sem Bandaríkin og Evrópa mætast og keppa um Ryder-bikarinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert