Birgir keppir á Valderrama

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst inn í mót á Evrópumótaröðinni í golfi sem hefst á fimmtudaginn á hinum kunna Valderrama-velli á Spáni en Sergio Garcia er sérstakur gestgjafi mótsins. 

Valderrama-völllurinn er frægastur fyrir að hafa verið vettvangur Ryder-bikarsins árið 1997. 

Birgir hefur fengið keppnisrétt á ellefu mótum í Evrópumótaröðinni á þessu ári eftir að hafa unnið mót í Áskorendamótaröðinni í fyrra sem haldið er úti af sömu aðilum. 

Írinn Padraig Harrington er skráður í mótið en hann er nokkuð í umræðunni þessa dagana þar sem hann þykir líklegur til að verða næsti fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum. 

Birgir á rástíma klukkan 14:25 að staðartíma á fimmtudag og er í ráshópi með Ryan Evans og Zander Lombard. Sá síðarnefndi lék tvo fyrstu dagana á Opna breska meistaramótinu í sumar með Haraldi Franklín Magnús en Lombard var á meðal efstu manna þegar mótið var hálfnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert