Langur dagur hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/GSÍ

Birgir Leifur Hafþórsson náði loksins að ljúka fyrsta hringnum á Valderrama Masters-mótinu í golfi sem hófst á hinum fræga Valderrama-golfvelli á Spáni í gær.

Birgir Leifur náði aðeins að spila fjórar holur í gær en fresta þurfti leik á mótinu um miðjan dag í gær vegna veðurs.

Birgir Leifur tók upp þráðinn í dag og kláraði fyrsta hringinn sem hann lék á 75 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hann fékk þrjá fugla, fimm skolla og einn skramba.

Birgir heldur svo áfram og klárar annan hringinn í dag. Englendingurinn Ashley Chesters er með forystu eftir fyrsta hringinn sem hann lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert