Tekur daginn snemma

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, er í baráttu um að komast í gegnum niðurskurð keppenda á sterku móti á Evrópumótaröðinni sem fram fer á Valderrama-vellinum á Spáni.

Völlurinn er þekktastur fyrir að hafa verið vettvangur keppninnar um Ryder-bikarinn árið 1997.

Birgir átti fremur erfitt uppdráttar á fyrsta hringnum. Lítið var hægt að spila á fimmtudag vegna veðurs og lauk hringnum í gær. Birgir var á 75 höggum sem er fjögur högg yfir pari vallarins. 2. holan fór illa með Birgir en þar fékk hann tvöfaldan skolla. Í gær var hafist handa við að leika annan hringinn í mótinu og þá byrjaði Birgir afar vel. Er á tveimur undir pari eftir fimm holur en þurfti þá að hætta leik vegna myrkurs.

Birgir mun þurfa að vakna um 5 leytið í nótt að staðartíma því leik verður haldið áfram þar sem frá var horfið klukkan 7:10 að staðartíma. Birgir er í 58. - 73. sæti sem stendur. Skorið verður niður eftir 36 holur. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert