Garcia frábær á heimavelli

Sergio Garcia er líklegur til að fagna sigri í dag.
Sergio Garcia er líklegur til að fagna sigri í dag. AFP

Spánverjinn Sergio Garcia er líklegur til sigurs fyrir lokadaginn á Andalucia Valderrama Masters mótinu á Spáni. Hann kann einstaklega vel við sig á hinum kunna Valderrama-velli og sigraði á mótinu 2011 og aftur í fyrra. 

54 holur verða látnar duga í mótinu en vegna veðurs gekk illa að ljúka fyrstu 36 holunum. Því verða þrír hringir í staðinn fyrir fjóra sem telja. 

Garcia er samtals á 10 undir pari eftir að hafa leikið á 68 og 64 höggum. Hann er með fjögurra högga forskot og ólíklegur til að láta slíka forystu af hendi. 

Garcia hefur ekki átt neitt sérstakt ár á golfvellinum á sinn mælikvarða en var valinn í Ryder-liðið og lék afar vel fyrir lið Evrópu eins og hann er vanur. Líklega hefur frammistaðan í Rydernum blásið lífi í leik Spánverjans en hringur hans í gær var nánast óaðfinnanlegur. 

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 75 og 72 höggum í mótinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert