Koepka náði efsta sæti heimslistans

Brooks Koepka
Brooks Koepka AFP

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka mun ná efsta sætinu í fyrsta skipti á ferlinum þegar nýr heimslisti karla í golfi verður birtur á morgun. Koepka sigraði á móti sem PGA-mótaröðin hélt í S-Kóreu og fer upp fyrir þá Justin Rose og Dustin Johnson. 

Mjög lítill munur hefur verið á stigafjölda þessara þriggja á undanförnum vikum en Rose hefur verið efstur síðustu vikurnar og hann varð jafnframt stigameistari á mótaröðinni. 

Koepka hefur átt eftirminnilegt ár en hann sigraði á tveimur af síðustu þremur risamótum ársins, Opna bandaríska mótinu og PGA-meistaramótinu, eftir að hafa verið úr leik vegna meiðsla þegar fyrsta risamót ársins, The Masters, fór fram í apríl. 

Koepka lék á 21 höggi undir pari í Kóreu og sigraði með fjögurra högga mun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert