Molinari fagnaði sigri á Evrópumótaröðinni

Francesco Molinari þénaði rúmlega sex milljónir evra á tímabilinu.
Francesco Molinari þénaði rúmlega sex milljónir evra á tímabilinu. AFP

Ítalinn Francesco Molinari fagnaði í dag sigri í Evrópumótaröðinni í golfi en hann lék á samtals sex höggum undir pari á DB Wourld Tour-meistaramótinu í Dubai og dugði það Molinari til þess að enda í efsta sæti peningalista mótaraðarinnar.

Kylfingurinn Tommy Fleetwood, sem endaði í efsta sæti peningalistans á síðasta ári, var sá eini sem gat náð Molinari fyrir keppnina í Dubai. Fleetwood tókst ekki að skáka Molinari og endar Fleetwood í fjórða sæti peningalistans í ár.

Molinari þénaði rúmlega sex milljónir evra á tímabilinu en það er rúmlega einni og hálfri milljón meira en næsti maður á listanum sem var Justin Rose. Molinari er fyrsti Ítalinn sem endar í efsta sæti Evrópumótaraðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert