Guðrún Brá á parinu í dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, Íslands­meist­ari í golfi úr Keili, lék annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í dag á pari en mótið er haldið í Marokkó.

Guðrún Brá var stöðug í leik sínum í dag en hún fékk einn skolla og einn fugl og er samtals á einu höggi yfir pari eftir tvo fyrstu hringina.

Þegar þetta er skrifað er hún í 39. sæti en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.

Mótið fer fram hjá Amelk­is-golf­klúbbn­um í Marra­kech í Mar­okkó og eru spilaðir fimm hring­ir eða 90 hol­ur áður en úr því fæst skorið hvaða kylf­ing­ar fá keppn­is­rétt í Evr­ópu­mótaröðinni árið 2019. 115 kylf­ing­ar keppa á mót­inu og leika fjóra hringi til að byrja með á tveim­ur völl­um, tvo hringi á hvor­um velli. Þá verður kepp­enda­fjöldi skor­inn niður og efstu sex­tíu leika einn hring til viðbót­ar. 

Fimm efstu kylf­ing­arn­ir fá full­an keppn­is­rétt í mótaröðinni og ættu að kom­ast inn í flest ef ekki öll mót. Kylf­ing­arn­ir í sæt­um 6 - 25 kom­ast einnig inn í mótaröðina en verða aft­ar í for­gangs­röðinni. 

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert