Jussi fer með góðar minningar frá Íslandi

Jussi Pitkanen. Afreksstjóri GSÍ.
Jussi Pitkanen. Afreksstjóri GSÍ. Ljósmynd/seth@golf.is

Finninn Jussi Pitkänen, sem verið hefur afreksstjóri Golfsambands Íslands síðustu tvö ár með farsælum árangri, hættir því starfi sínu í febrúar á næsta ári.

Jussi hefur ráðið sig til finnska golfsambandsins þar sem hann mun taka við sem landsliðsþjálfari. Hans síðasta verk sem afreksstjóri GSÍ verður að fara með afrekskylfingum Íslands í æfingabúðir í byrjun næsta árs.

Á vef GSÍ eru Jussi þökkuð vel unnin störf og honum óskað góðs gengis á nýjum vinnustað. Jussi þakkar einnig fyrir sig og segir meðal annars: „Ég á ekkert nema góðar minningar eftir tíma minn hérna og er hrærður yfir þeim stuðningi sem ég hef fengið síðan ég byrjaði í þessu starfi. Ég hef ákveðið að róa á önnur mið árið 2019 og vona að eftir standi jákvæð áhrif á íslenskt golf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert