Góð byrjun hjá Bjarka á EM

Bjarki Pétursson.
Bjarki Pétursson. Ljósmynd/GSÍ

Bjarki Pétursson úr GKB fór vel af stað á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga í golfi sem hófst í Austurríki í gær.

Eftir fyrsta hring er Bjarki í áttunda sæti á mótinu en hann lék hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Bjarki fékk fimm fugla og einn skolla. Efstu menn eru á sex höggum undir pari.

Það gekk ekki eins vel hjá Gísla Sveinbergssyni úr GK en hann lék hringinn á 76 höggum eða á fjórum höggum yfir pari. Gísli er í 106. sæti en keppendur eru alls 144 talsins.

Sigurvegarinn fær boð um að taka þátt á Opna breska meistaramótinu, sem fram fer á Royal Portrush á Norður-Írlandi. Eftir þrjá hringi verður niðurskurður þar sem 60 efstu kylfingarnir leika lokahringinn.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert