Ragnhildur keppir á EM einstaklinga

Ragnhildur Kristinsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir Ljósmynd/golf.is

Ragnhildur Kristinsdóttir verður á meðal keppenda á Evrópumóti áhugamanna í keppni einstaklinga í golfi á Parkstone Golf Club skammt frá borginni Bournemouth á suðurströnd Englands. 

Þetta verður í 32. skipti sem mótið fer fram en 144 bestu áhugakylfingar heims taka þátt. Ragnhildur bar sigur úr býtum á KPMG-mótinu um síðustu helgi og hampaði Hvaleyrarbikarnum í fyrsta skipti. 

Mótið hefst á morgun, miðvikudaginn 24. júlí. Leiknir verða fjórir hringir og 60 efstu kylfingarnir fara áfram eftir tvo hringi. Celia Barquín Arozamena verður minnst á mótinu, en hún vann það á síðasta ári. Hún var myrt í Bandaríkjunum aðeins tveimur mánuðum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert