Tryggði sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er komin með keppnisrétt í sterkustu mótaröð …
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er komin með keppnisrétt í sterkustu mótaröð Evrópu. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér í dag þátttökurétt í Evrópumótaröðinni með góðum árangri á lokaúrtökumótinu. Guðrún lék fimmta og síðasta hring­inn sinn í dag.

Guðrún lék hringina fimm á samanlagt þremur höggum yfir pari og endaði hún í 17. sæti. Efstu 20 kylfingarnir fá keppnisrétt í flokki 9b á næsta keppnistímabili. Mótaröðin er sú sterkasta í Evrópu. 

Alls hafa fjórar íslenskar konur komist inn á Evrópumótaröðina. Ólöf María Jónsdóttir var sú fyrsta, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var önnur í röðinni og Valdís Þóra Jónsdóttir sú þriðja.

Valdís Þóra er einnig með keppnisrétt á mótaröðinni á tímabilinu, en það hefst í lok febrúar með móti í Ástralíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert