Níu nýjar holur bætast við Svarfhólsvöll

Stjórn golfklúbbsins og Hlynur Geir Hjartarson tóku skóflustunguna.
Stjórn golfklúbbsins og Hlynur Geir Hjartarson tóku skóflustunguna. Ljósmynd/Golfklúbbur Selfoss

Stjórn Golfklúbbs Selfoss og Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri klúbbsins, tóku í gærkvöldi skóflustungu að 9 nýjum golfholum á Svarfhólsvelli. Framkvæmdir hefjast á næstu dögum og að þeim loknum verður Svarfhólsvöllur orðinn 18 holu golfvöllur.

Greint var frá þessu á facebook-síðu golfklúbbsins og birtar myndir af skóflustungunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert