Laskað lið Stjörnunnar vann Gróttu

Gróttukonur stöðva Söndru Sif Sigurjónsdóttur úr Stjörnunni í leiknum í …
Gróttukonur stöðva Söndru Sif Sigurjónsdóttur úr Stjörnunni í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Stjarnan og Grótta mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik í Mýrinni í Garðabæ klukkan 19.45 í kvöld. Stjarnan sigraði 29:23. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Stjarnan er þá 1:0 yfir í rimmunni en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitarimmuna. Stjarnan var án Sólveigar Láru Kjærnested sem er meidd og nær líklega ekki næsta leik heldur. Auk þess verður Hanna Guðrún Stefánsdóttir ekki meira með á tímabilinu. 

Stjarnan 29:23 Grótta opna loka
60. mín. Leik lokið Stjarnan landaði öruggum sigri eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Staðan er 1:0 í rimmunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert