Eyjamenn spila ekki í Ísrael

Leikmenn ÍBV spila ekki í Ísrael eins og til stóð.
Leikmenn ÍBV spila ekki í Ísrael eins og til stóð. mbl.is/Eggert

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í dag að engir Evrópuleikir myndu fara fram í Ísrael í haust vegna stríðsástandsins í landinu.

Karlalið ÍBV dróst gegn Maccabi Rishon LeZion í 1. umferð EHF-bikarsins og nú á eftir að koma í ljós hvar heimaleikur Ísraelsmannanna verður spilaður.

EHF tilkynnti að ísraelsku liðin yrðu að finna sér aðra heimavelli fyrir sína heimaleiki í Evrópumótunum og þeir yrðu að vera innan svæðis sambandsins, þ.e. innan Evrópu. Maccabi Rishon LeZion þarf að tilkynna EHF fyrir 6. ágúst hvar félagið hyggst leika heimaleik sinn gegn ÍBV.

EHF fylgir þarna fordæmi UEFA sem bannaði ísraelskum liðum að spila á heimavelli í Evrópumótunum í knattspyrnu sem hófust í þessum mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert