Hafnarfjarðarliðin unnu aftur sigra

Adam Haukur Baumruk var tíu marka maður í kvöld.
Adam Haukur Baumruk var tíu marka maður í kvöld. mbl.is/Eggert

Haukar unnu fimm marka sigur á Íslandsmeisturum ÍBV á Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik karla í kvöld, 30:25. FH vann Akureyri 27:25 á sama móti. Hafnarfjarðarliðin unnu einnig leiki sína í gær og mætast því í úrslitaleik á morgun.

Adam Haukur Baumruk fór á kostum fyrir Hauka í kvöld og skoraði 10 mörk og hið sama gerði Theodór Sigurbjörnsson fyrir ÍBV. Eyjamenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13, en átta marka sveifla varð í seinni hálfleiknum.

Ragnar Jóhannsson skoraði einnig 10 mörk fyrir FH í sigrinum á Akureyri. Ásbjörn Friðriksson kom næstur með 8 mörk. Hjá Akureyringum var Kristján Orri Jóhannsson markahæstur með 9 mörk.

Afturelding og Stjarnan í úrslitaleik

Á UMSK-mótinu í Digranesi vann Afturelding níu marka sigur á HK, 26:17, og Stjarnan hafði betur gegn Gróttu, 27:23. Bæði lið unnu einnig í gær og mætast því í úrslitaleik á morgun.

Jóhann Jóhannsson var markahæstur Aftureldingar í kvöld með 7 mörk og Elvar Ásgeirsson skoraði 6. Hjá HK voru þrír markahæstir með 3 mörk hver, þeir Leó Snær Pétursson, Garðar SVansson og Daði Laxdal Gautason.

Andri Hjartar Grétarsson var markahæstur í sigri Stjörnunnar með 7 mörk. Hjá Gróttu var Viggó Kristjánsson atkvæðamestur með 5 mörk.

Úrslit kvöldsins:

UMSK-mótið:
Grótta - Stjarnan, 23:27
Afturelding - HK, 26:17

Hafnarfjarðarmótið:
Haukar - ÍBV, 30:25
FH - Akureyri, 27:25

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert