Patrekur: Þurfum að nýta dauðafærin

„Þetta var jafnt allan leikinn og bæði lið voru að spila ágætlega á köflum í vörninni. En í sókn fannst mér við í vandræðum. Við gerðum líka of mikið af mistökum. Jafntefli hefði alveg verið sanngjarnt, en það er nú ekki alltaf þannig,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka eftir eins marks tap fyrir Fram, 22:21 í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í Safamýri í kvöld.

„Við þurfum að nýta dauðafærin betur. Adam [Haukur Baumruk] sem er í lykilhlutverki hjá okkur var frábær í undirbúningnum og í Evrópuleikjunum, en hann átti erfitt í dag og við megum ekkert við því. En ég hef fulla trú á því að hann komi til baka,“ sagði Patrekur við mbl.is í kvöld.

Viðtalið við Patrek má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert