Puscas komin með leikheimild fyrir kvöldið

Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Hauka og rúmenski markmaðurinn Madalina Puscas.
Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Hauka og rúmenski markmaðurinn Madalina Puscas. Ljósmynd/Haukar

Rúmenski markvörðurinn Madalina Puscas sem Haukar fengu til sín í sumar frá H.C.M Baia Mare í Rúmeníu er loksins komin með leikheimild með Haukum og getur því staðið í markinu gegn FH í 1. umferð Olís-deildar kvenna þegar liðin mætast í Kaplakrika í kvöld klukkan 20.00.

„Hún fékk bara leikheimild í hádeginu,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson þjálfari kvennaliðs Hauka við mbl.is nú síðdegis. „Það hefði verið svekkjandi að geta ekki teflt henni fram í kvöld þegar verið er að leggja út í kostnað að fá erlendan leikmann til liðs við sig,“ sagði Halldór Harri.

Hjá HSÍ fengust svo þær upplýsingar að allir erlendir leikmenn sem samið hafa við íslensk handboltafélög í sumar séu nú komnir með leikheimild, að meðtöldum Svartfellingunum tveimur hjá Val, þeim Milicu Kostic og Mariju Mugosa. Hvorug var komin með leikheimild um síðustu helgi þegar Valur tapaði fyrir Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ. Þeir Kostic og Mugosa verða þó klárar í slaginn með Val gegn KA/Þór þegar liðin eigast við klukkan 15.00 í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert