Sigurganga KIF Kolding heldur áfram

Aron Kristjánsson
Aron Kristjánsson Eva Björk Ægisdóttir

Danska meistaraliðið KIF Kolding, sem Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari stýrir, heldur sigurgöngu sinn áfram í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld lenti liðið þó í kröppum dansi í heimsókn sinni til Ribe/Esbjerg og vann aðeins með eins marks mun, 28:27, í jöfnum leik.

KIF er efst og taplaust í deildinni til þessa með 13 stig að loknum sjö leikjum.

Nýliðar HC Midtjylland, sem Vignir Svavarsson leikur með, hefur komið á óvart í deildinni til þessa og sitja í öðru sæti með 10 stig. Þeir unnu í kvöld Aalborg, 27:26, á heimavelli í hörkuleik. Vignir skoraði tvö af mörkum Midtjylland en Ólafur Gústafsson var ekki á meðal markaskorara hjá Álaborgarliðinu. 

Rut Arnfjörð Jónsdóttir og félagar hennar í Randers komust í undanúrslit í dönsku bikarkeppninni í kvöld þegar þeir unnu Skive fH, 29:22, á útivelli. Auk Randers eru Team Tvis Holstebro, Viborg HK, FC Midtjylland, komin í undanúrslit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert