Gylfi Gylfason gæti hjálpað í Safamýri

Gylfi Gylfason í leik með Haukum gegn Fram.
Gylfi Gylfason í leik með Haukum gegn Fram. mbl.is/Golli

Handknattleikskappinn Gylfi Gylfason hefur æft með Fram undanfarna daga og gæti tekið fram skóna til að leysa vandræði Framara í hægri skyttunni. Þetta staðfesti Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, í gærkvöldi.

Þeir Elías Bóasson og Ólafur Ægir Ólafsson, sem áttu að sjá um hægri skyttu-stöðu liðsins eru báðir meiddir og verða á sjúkralista Framara í fjórar til sex vikur. Elías meiddist í fyrsta leik á ökkla en Ólafur handleggsbrotnaði gegn HK í upphafi mánaðarins. Hefur Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, leitað til Gylfa til að leysa sóknarvandræði liðsins en liðið situr í áttunda sæti deildarinnar með fjögur stig.

Gylfi lék síðast með Haukum en lagði skóna á hilluna margfrægu vorið 2013 eftir farsælan feril hér heima og erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert