Fram vann uppgjörið á Nesinu

Anett Köbli sækir að Steinunni Björnsdóttir í vörn Fram í …
Anett Köbli sækir að Steinunni Björnsdóttir í vörn Fram í leiknum í dag. mbl.is/Golli

Fram vann uppgjör efstu liðanna í Olís-deild kvenna þegar liðið lagði Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 26:23, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10. Fram er þar með efst og taplaust í deildinni með 12 stig að loknum sex leikjum en Gróttan er næst með 10 stig.

Fram-liðið var stekara í síðari hálfleik og verðskuldaði sigurinn. Þá kom reynsla leikmanna í ljós auk góðs varnarleiks sem Gróttan réði ekki við.

Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum frá upphafi að undanskildu að Grótta komst yfir, 3:1 og 5:3. Þegar 25 mínútur voru liðnar var enn jafnt, 9:9, en lokakaflinn var Fram-liðsins sem komst í fyrsta sinn tveimur mörkum yfir, 11:9, og síðan 12:10, áður en hálfleikurinn var úti.
Mikið var um mistök leikmanna í fyrri hálfleik. Sendingar rötuðu ekki samherja á milli og hlaup voru oft ranglega tímasett eða þá sendingarnar. Alls töpuðu liðin boltanum 22 sinnum í fyrri hálfleik er alveg skuggalega mikið en sýnir e.t.v. með öðru á hvaða þrepi bestu lið deildarinnar eru um þessar mundir.

Ekki fækkaði mistökunum í síðari hálfleik, að minnsta kosti ekki hjá Gróttuliðinu. Það lenti fljótlega fjórum mörkum undir, 14:10, og var eftir það að vinna upp forskotið en gekk illa gegn sterkri vörn Fram-liðsins.  Níu mínútum fyrir leikslok minnkaði Grótta loks muninn í eitt mark á kafla þar sem Fram-liðið var manni færra. Fljótlega eftir að jafnt var í liðum á ný var Fram komið með þriggja marka forskot  aftur, 21:18. Aftur náði Fram fjögurra marka forskoti, 24:20, fimm mínútum fyrir leikslok. Þá voru úrslitin ráðin.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er lykilleikmaður hjá Gróttu.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er lykilleikmaður hjá Gróttu. Kristinn Ingvarsson
Grótta 23:26 Fram opna loka
60. mín. Ásta Birna Gunnarsdóttir (Fram) á skot í slá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert