Kallar HM sirkus 2015

Ástralska landsliðið í handbolta karla 2014. Jan Ottosen, landsliðsþjálfari, bláklæddur …
Ástralska landsliðið í handbolta karla 2014. Jan Ottosen, landsliðsþjálfari, bláklæddur t.v. í efri röð.

„Ég held að rétt sé að kalla mótið sirkusinn 2015 en ekki heimsmeistaramótið 2015,“ segir Jan Ottosen, landsliðsþjálfari Ástrala í handknattleik, í samtali við danska fjölmiðla um væntanlegt heimsmeistaramót í handknattleik karla sem haldið verður í Katar í janúar. Eins og margir muna var keppnisleyfi Ástrala á HM afturkallað í sumar og Þjóðverjum veittur keppnisrétturinn. Á síðasta föstudag var Íslandi og Sádi-Arabíu gefinn kostur á taka þátt í mótinu eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við.

„Ég gerði mér örlítlar vonir um að við fengjum annað sæti Asíu sem losnaði í keppninni en af því varð ekki. Þess í stað voru Sádi-Arabar kallaðir inn en ekki Suður-Kórea sem er þó fyrsta varaþjóð Asíu. Þetta er orðin ein vitleysa,“ segir Ottosen. Hann bætir við að fari fram sem horfir geti Hassan Moustafa og samherjar í stjórn Alþjóða-handknattleikssambandsins valið inn einhvern hluta keppnisþjóðanna á HM í Frakklandi árið 2017. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert