Stórsigur Gróttu - fyrsti sigur Þróttar

Gunnar Andrésson er með Gróttu á toppnum í 1. deild.
Gunnar Andrésson er með Gróttu á toppnum í 1. deild. mbl.is/Ómar

Gróttumenn héldu áfram sigurgöngu sinni í 1 deild karla í handknattleik í kvöld þegar þeir sóttu Selfyssinga heim og léku þá grátt fyrir austan fjall en lokatölur urðu 34:17 fyrir Seltirninga.

Ótrúlegur munur en úrslitin voru nánast ráðin í hálfleik þegar staðan var orðin 16:7. Grótta hefur unnið alla 10 leiki sína og er með 20 stig en Selfyssingar sitja eftir í fimmta sætinu með 11 stig.

Mörk Selfoss: Guðjón Ágústsson 5, Elvar Örn Jónsson 4, Hörður Másson 3, Daníel Arnar Róbertsson 2, Andri Már Sveinsson 2, Jóhann Erlingsson 1.

Mörk Gróttu: Þráinn Orri Jónsson 6, Aron Valur Jóhannsson 5, Viggó Kristjánsson 5, Aron Heiðar Guðmundsson 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Hjalti Már Hjaltason 3, Hreiðar Örn Óskarsson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Kristján Þór Karlsson 2, Styrmir Sigurðarson 1.

Þróttarar unnu sinn fyrsta sigur í vetur þegar þeir fengu Míluna í heimsókn í Laugardalshöllina. Þeir sigruðu 26:25 en Mílan var yfir í hálfleik, 13:12. Mílan er með 5 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Þróttarar eru áfram í níunda og neðsta sætinu, nú með 3 stig. ÍH er með 4 stig þarna á milli.

Mörk Þróttar: Logi Ágústsson 8, Viktor Jóhannsson 7, Eyþór Snæland Jónsson 4, Úlfur Gunnar Kjartansson 3, Kristmann Freyr Dagsson 2, Leifur Óskarsson 1, Ólafur Guðni Eiríksson 1.

Mörk Mílunnar: Ívar Grétarsson 9, Atli Kristinsson 7, Eyþór Jónsson 5, Óskar Kúld Pétursson 1, Magnús Már Magnússon 1, Einar Sindri Ólafsson 1, Rúnar Hjálmarsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert