Gullden valin besti leikmaðurinn

Isabelle Gullden í leik með Svíum gegn Norðmönnum.
Isabelle Gullden í leik með Svíum gegn Norðmönnum. AFP

Hin sænska Isabelle Gullden var valin besti leikmaðurinn í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik sem lauk í Búdapest í Ungverjalandi í kvöld.

Gullden var markahæsti leikmaður mótsins en hún skoraði 58 mörk í leikjunum átta en Svíar höfnuðu í 3. sæti eftir sigur á Svartfellingum í leiknum um bronsverðlaunin.

Í fyrsta skipti fékk almenningur að taka þátt í valinu en atkvæði frá honum gilti 40% á móti 60% frá sérstakri dómnefnd. Alls tóku 18 þúsund manns þátt í að velja besta leikmenn mótsins.

Þá var úrvalslið mótsins valið en það lítur þannig út:

Markvörður: Silje Solberg (Noregi)

Vinstri hornamaður: Maria Fisker (Danmörku)

Vinstri skytta: Cristina Neagu (Rúmeníu)

Leikstjórnandi: Kristina Kristiansen (Danmörku)

Línumaður: Heidi Loke (Noregi)

Hægri skytta: Nora Mörk (Noregi)

Hægi hornamaður: Carmen Martin (Spáni)

Besti varnarmaðurinn: Sabina Jacobsen (Svíþjóð)

Besti leikmaðurinn: Isabelle Gullden (Svíþjóð)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert