Yfirburðasigur Víkings

Jóhann Reynir Gunnlaugsson skorar eitt af 11 mörkum sínum í …
Jóhann Reynir Gunnlaugsson skorar eitt af 11 mörkum sínum í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Gunnlaugur Júlíusson

Víkingar unnu afar auðveldan sigur á Þrótti, 30:10, í 1. deild karla í handknattleik í Víkinni í kvöld en með þessum leik lauk annarri umferð af þremur sem leiknar eru í deildinni í vetur.

Liðin níu eiga nú eftir að spila eina umferð, allir gegn öllum, og lokaröðin núna ræður því hvernig leikirnir raðast niður.

Víkingar höfðu mikla yfirburði eins og tölurnar bera með sér en þeir voru yfir í hálfleik, 14:6, og skoruðu 16 mörk gegn fjórum í seinni hálfleik.

Grótta er með 31 stig, Víkingur 28, Selfoss 21, Fjölnir 19, KR 16, Hamrarnir 15, Þróttur 5, Mílan 5 og ÍH 4 stig eftir að hvert lið hefur leikið 16 leiki. Efsta liðið fer beint upp en fjögur næstu fara í umspil um eitt sæti.

Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 11, Arnar Theodórsson 5, Gestur Jónsson 3, Hlynur Óttarsson 2, Elmar Ólafsson 2, Sigurður Eggertsson 2, Björn Guðmundsson 1, Einar Gauti Ólafsson 1, Ægir Hrafn Jónsson 1, Hjálmar Þór Arnarsson 1 og Egill Björgvinsson 1.

Mörk Þróttar: Viktor Jóhannesson 3, Hinrik Wöhler 2, Sigurður Magnússon 2, Leifur Óskarsson 1, Eyþór Snæland 1, Ólafur Guðni Eiríksson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert