Ekkert bann fyrir gróft brot (myndskeið)

Bjarnfinnur Ragnar fékk rautt spjald fyrir þetta brot.
Bjarnfinnur Ragnar fékk rautt spjald fyrir þetta brot. Ljósmynd/Skjáskot

Bjarnfinnur Ragnar Þorkelsson, leikmaður KR í 1. deild karla í handbolta, slapp með skrekkinn eftir gróft brot á leikmanni Gróttu í leik liðanna þann 20. febrúar síðastliðinn.

Bjarnfinnur fór harkalega út í leikmann Gróttu sem lá óvígur eftir á vellinum, og fékk að líta rauða spjaldið fyrir. Dómarar leiksins, þeir Bjarni Viggósson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, skiluðu hins vegar ekki inn skýrslu vegna atviksins á borð aganefndar HSÍ fyrr en löngu eftir að frestur til þess rann út, að því er fram kemur í fundargerð aganefndar á vef HSÍ í dag.

Þar með sleppur Bjarnfinnur við leikbann vegna málsins en næsti leikur KR er gegn Selfossi á föstudagskvöld.

Myndskeið með broti Bjarnfinns má sjá hér að neðan en það er fengið af Youtube-vef Fimmeinn.is. Brotið á sér stað eftir 2 mínútur og 20 sekúndur af myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert