Valskonur semja við reynslubolta

Kristín Guðmundsdóttir fagnar bikasigri á síðasta tímabili.
Kristín Guðmundsdóttir fagnar bikasigri á síðasta tímabili. mbl.is/Eva Björk

Valskonur sömdu í dag við þrjá gríðarlega reynslumikla leikmenn, þær Berglindi Írisi Hansdóttur, Kristínu Guðmundsdóttur og Sigurlaugu Rúnu Rúnarsdóttur en þær hafa leikið stórt hlutverk með liðinu á tímabilinu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Vals.

„Það þarf vart að kynna þessa leikmenn fyrir Völsurum og handboltaáhugafólki, en meistaraflokksleikir þessara þriggja leikmanna eru að nálgast 1.000 og erfitt að hafa tölu á þeim titlum sem þessir leikmenn hafa tekið þátt í“ segir meðal annars í tilkynningu félagsins en Valskonur komust í bikaúrslitaleikinn á tímabilinu og eiga fyrir höndum leiki gegn Stjörnunni í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.

„Silla spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með Val árið 1996, Begga var valin íþróttamaður Vals árið 2004 og Kristín árið 2014,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert