Aukastæði sett upp í Mosfellsbæ

Afturelding mætir ÍR í oddaleik á morgun.
Afturelding mætir ÍR í oddaleik á morgun. Kristinn Ingvarsson

Það stefnir í svakalegan slag milli Aftureldingar og ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik en staðan er hnífjöfn í einvíginu, 2:2.

Mosfellingar hafa ekki setið auðum höndum eftir sigurinn í Austurbergi í Breiðholti á fimmtudaginn var en þeir munu setja upp aukastæði í íþróttahúsinu að Varmá fyrir leikinn á morgun.

Það þýðir að um 1500 manns geta mætt til þess að horfa á leikinn á morgun í stað 900. Búist er við rosalegum leik en miðasala er þegar hafin.

Afturelding vann fyrsta leik einvígisins 23:20 að Varmá en tapaði næstu tveimur.

ÍR-ingar jöfnuðu einvígið í Austurbergi með 25:24 sigri og komust í 2:1 í einvíginu með sannfærandi sigri að Varmá, 34:28.

Afturelding jafnaði á ný einvígið með 27:24 sigri á fimmtudaginn án Jóhanns Jóhannssonar sem snýr aftur úr lelikbanni á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert