Eyjakonur jöfnuðu einvígið

Arndís María Erlingsdóttir reynir hér að brjótast í gegnum vörn …
Arndís María Erlingsdóttir reynir hér að brjótast í gegnum vörn ÍBV. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

ÍBV og Grótta áttust við í Vestmannaeyjum í dag í undanúrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Eyjakonur unnu leikinn með eins marks mun 30:29 eftir að staðan í hálfleik var 14:14. Með sigrinum jöfnuðu Eyjakonur einvígið í 1:1 en þriðji leikurinn verður á Seltjarnarnesi á mánudagskvöldið. Þrjá sigra þarf til að komast í úrslit.

Það dró strax til tíðinda á 3. mínútu leiksins þegar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Gróttu fékk rautt spjald fyrir litlar sakir.

Eyjakonur byrjuðu fyrri hálfleikinn betur og voru yfir mestmegnis af hálfleiknum en Grótta náði að jafna áður en það var flautað til hálfleiks og staðan 14:14 í hálfleik.

Það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik leikurinn í járnum en Eyjakonur ávallt skrefinu á undan og unnu eins og fyrr segir 30:29.

Markahæst í liði ÍBV var Ester Óskarsdóttir en hún skoraði 8 mörk. Hjá Gróttu var það Eva Björk Davíðsdóttir sem var markahæst en hún skoraði einnig 8 mörk.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

ÍBV 30:29 Grótta opna loka
60. mín. Leik lokið Eyjakonur jafna einvígið!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert