Afturelding í úrslit eftir gríðarlega dramatík

Björgvin Hólmgeirsson er hér að skora fyrir ÍR-inga að Varmá …
Björgvin Hólmgeirsson er hér að skora fyrir ÍR-inga að Varmá í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það verður Afturelding sem fer í úrslit Íslandsmótsins árið 2015 í handknattleik eftir gríðarlega mikla dramatík í Mosfellsbæ þar sem heimamenn höfðu að lokum betur gegn ÍR 30:29 eftir framlengdan leik.

Afturelding mætir Haukum í úrslitaeinvíginu en fyrsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbæ þann 6. maí.

Árni Bragi Eyjólfsson reyndist hetja Mosfellinga en hann tryggði liðinu framlengingu á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma eftir að Mosfellingar höfðu verið fjórum mörkum undir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir.

Árni skoraði að lokum sigurmark Mosfellinga í framlengingunni þegar nokkrar sekúndur voru eftir.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Afturelding 30:29 ÍR opna loka
79. mín. aukakast eftir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert