Fannst ég standa mig ágætlega

Handknattleiksmaðurinn og Stjörnumaðurinn Egill Magnússon er ásamt Pétri Júníussyni úr Aftureldingu, nýliði í landsliðshópnum sem var valinn fyrir leikina tvo gegn Serbíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fara næstkomandi miðvikudag hér í Laugardalshöll og í Nis í Serbíu þann 3. maí.

Egill var nokkuð léttur eftir fyrstu landsliðsæfinguna og segir tilfinninguna vera góða að vera mættur á A-landsliðsæfingu en karlalandsliðsins á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki gegn Serbíu. 

Liðið hefur unnið einn leik gegn Ísarel en tapaði ytra gegn Svartfjallalandi. Ísland hefur 2 stig í 2. sætinu, jafn mörg og Svartfjallaland en Serbar fjögur stig í toppsætinu.

„Þetta gekk ágætlega, þetta var gaman. Ég var ekki mikið með í dag en mér fannst ég standa mig ágætlega þegar ég var með,“ sagði Egill.

Hverfandi líkur eru á því að Egill verði með Stjörnunni næsta tímabil en hann hefur skoðað aðstæður hjá Team Tvis Holstebro í Danmörku og er að eigin sögn í viðræðum við félagið.

Nánar er rætt við Egil í ofanverðu myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert