Þurfum að vinna annan leikinn

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik segir það ljóst að Ísland þurfi á einum sigri að halda í komandi leikjum liðsins gegn Serbíu. Íslenska liðið hefur tvö stig í 2. sæti riðlisins, vann leikinn á móti Ísrael en tapaði gegn Svartfjallalandi ytra.

Serbar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína gegn Svartfjallalandi og Ísrael. Sigur hér heima skiptir því miklu máli en tvo efstu liðin fara á Evrópumótið.

„Við spilum tvo leiki á einni viku og við þurfum að vinna annan leikinn, það er alveg ljóst. Það er auðveldara verkefni að gera það á heimavelli heldur en á útivelli. Við þurfum fulla höll og mikinn stuðning til þess að vinna þetta sterka serbneska lið,“ sagði Aron segir Íslendinga þurfa að hafa sérstakar gætur á Mom­ir Ilic, leikmanni Veszprém í Ung­verjalandi og Mar­ko Vuj­in hjá Kiel.

Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn er kominn inn í þjálfarateymi landsliðsins og Aroni lýst vel á það. 

„Hann þekkir marga af strákunum og hefur spilað með þeim áður. Við þekkjumst auðvitað vel enda höfum við spilað saman áður. Það er frábært, hann er jákvæður liðsmaður, sagði Aron en Ólafur mun einnig gegna stóru hlutverki í verkefni hjá HSÍ sem snýr að sérstökum „Afrekshópum HSÍ“, en þeim er ætlað að efla, bæta og þróa unga leikmenn í karla- og kvennaflokki og stytta leið þeirra að A-landsliðunum.

Nánar er rætt við Aron í ofanverðu myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert