„Mér líkaði ekki ákvörðun Arons“

Nemanja Zelenovic reynir að stöðva Aron Pálmarsson.
Nemanja Zelenovic reynir að stöðva Aron Pálmarsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér líkaði ekki ákvörðun Arons en ég verð að virða hana. Þannig er lífið. Hann þurfti líka að taka ákvörðun vegna heilsu sinnar. Kannski er auðveldara fyrir hann og skrokk hans að hætta að spila í þessari sterku deild en persónulega er ég leiður yfir því að hann sé að fara,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari þýska meistaraliðsins Kiel, í viðtali á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins en þar var hann spurður hvort hann væri ekki leiður yfir því að Aron Pálmarsson mun yfirgefa Kiel eftir tímabilið og ganga liðs við ungverska meistaraliðið Veszprém.

Kiel og Veszprém mætast einmitt í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á „Final Four“ helginni í Köln um næstu helgi en í hinni viðureigninni eigast við Barcelona, lið Guðjóns Vals Sigurðssonar, og pólska meistaraliðið Kielce.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert